Þrjú smit í leikmannahópi Íslands

Elvar Örn Jónsson. Ljósmynd: hsi.is/Mummi Lú

Landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson, Björgvin Páll Gústafsson og Ólafur Guðmundsson greindust jákvæðir fyrir COVID-19 eftir PCR próf hjá mótshöldurum Evrópumótsins í handbolta í morgun.

Allir leikmenn á mótinu eru skimaðir reglulega og komi upp smit þurfa leikmenn að fara í fimm daga einangrun hið minnsta og skila nei­kvæðum niður­stöðum úr tveim­ur PCR-próf­um til þess að mega snúa aft­ur á keppn­is­völl­inn.

Í tilkynningu frá HSÍ segir að leikmennirnir séu komnir í einangrun og séu með mjög lítil einkenni. Ekki verður kallað á nýja leikmenn í leikmannahópinn að sinni.

Fyrri grein„Skemmti mér konunglega innan um alla Ungverjana“
Næsta greinFSu mætir Versló í sjónvarpinu