Þrjú HSK met í Reykjavíkurmaraþoninu

Ljósmynd: ÍBR/Anton Brink

Að venju tóku hundruðir Sunnlendinga þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór þann 23. ágúst síðastliðinn við ágætar aðstæður.

Eftir því sem næst verður komist voru þrjú HSK-met sett í hlaupinu.

Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Selfoss, bætti héraðsmetið í 10 km götuhlaupi í flokki 35-39 ára. Kristinn hljóp á 34,48 mín og bætti rúmlega 31 árs gamalt met Ingvars Garðarssonar, Umf. Skeið, um tæpar tvær mínútur.

Sigursveinn Sigurðsson, Umf. Selfoss, bætti héraðsmetið í maraþonhlaupi í flokki 45-49 ára um rúmar fjórar mínútur. Sigursveinn hljóp á 2:57,10 klst en fyrra metið átti Valdimar Bjarnason, Umf. Þór, sett í Amsterdam árið 2012.

Þá bætti Magnús Jóhannsson, Umf. Selfoss, héraðsmetið í 10 km götuhlaupi í flokki 70-75 ára. Magnús hljóp á 55,35 mín og bætti átta ára gamalt met Halldórs Elís Guðnasonar, Umf. Hrunamanna, um þrjár og hálfa mínútu.

Fyrri grein„Snýst um grunnþjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu“
Næsta greinVesturfarabekkurinn vígður á Bakkanum