Þrjú HSK met á Gaflaranum

Vésteinn Loftsson (fyrir miðju) hefur sett tvö HSK met í 60 metra hlaupi á árinu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrjú HSK met voru sett á Gaflaranum sem haldinn var í frjálsíþróttahöllinni í Hafnarfirði á dögunum.

Vésteinn Loftsson úr Umf. Hrunamanna bætti eigið met í 60 metra hlaupi 11 ára þegar hann hljóp á 8,91 sek. Vésteinn setti met í þessari grein í febrúar síðastliðnum en þá hljóp hann á 9,06 sek.

Þá bætti Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, 10 mánaða gamalt met sitt í 60 metra grindahlaupi í flokkum 16-17 ára og 18-19 ára. Dagur hljóp á 8,46 sek, en gamla metið hans var 8,55 sek.

Fyrri greinGóð jólagjöf frá Karlakór Selfoss í Sjóðinn góða
Næsta greinVildu gefa gott af sér í desember