Keppendur frá taekwondodeild Selfoss komu heim hlaðnir verðlaunum af bikarmóti í bardaga, sem haldið var í íþróttahúsi Seljaskóla síðastliðinn sunnudag.
Úlfur Darri Sigurðsson vann gullverðlaun í cadet A -57 kg flokki karla, Ivan Berkis vann gull í minior B -27 kg flokki karla og Aron Leví Ólafsson tók gullið í minior B -40 kg flokki karla.
Veigar Elí Ölversson vann silfurverðlaun í cadet A -57 kg flokki karla og Svava Roisín Stefánsdóttir hlaut silfur í cadet A -59 kg flokki kvenna.
Þá vann Loftur Guðmundsson bronsverðlaun í junior A -73 kg flokki karla og Heiðar Alexander Þorsteinsson vann bronsverðlaun í minior B -33 kg flokki karla.

