Þrír ungir og efnilegir semja við Selfoss

Aron, Brynjólfur og Stefán ásamt Dean Martin þjálfara Selfoss. Ljósmynd/UMFS

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þrjá unga og efnilega leikmenn en það eru þeir Aron Einarsson, Stefán Þór Ágústsson og Brynjólfur Þór Eyþórsson.

Aron er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og hefur spilað og æft með liðinu á undirbúningstímabilinu. Aron er fæddur árið 2002 og spilar sem framliggjandi miðjumaður.

Stefán Þór mun standa vaktina í marki Selfyssinga í sumar. Stefán hefur leikið alla fjóra leiki Selfoss á tímbilinu, tvo í Mjólkurbikarnum og tvo í 2. deildinni. Hann hefur einnig spilað leikina á undirbúningstímabilinu. Stefán er fæddur árið 2001.

Brynjólfur Þór er framherji sem að er fæddur árið 2001. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur komið við sögu í einum leik Selfoss á þessu tímabili en var lánaður til Hamars í 4. deildinni í gær.

Knattspyrnudeild Selfoss bindur miklar vonir við þessa ungu leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta.

Fyrri greinVinnustofa og sýningarspjall á alþjóðadegi safna
Næsta greinTvö rauð í Suðurlandsslagnum