Þrír Selfyssingar í U19 landsliðinu

Jón Vignir Pétursson er valinn í U19 í fyrsta sinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrír Selfyssingar eru í leikmannahópi U19 ára landsliðs Íslands í kattspyrnu sem mætir U19 og U21 árs liðum Færeyinga í vináttuleikjum í Færeyjum í næstu viku.

Jón Vignir Pétursson, leikmaður Selfoss, var valinn í hópinn í fyrsta skipti en einnig eru í hópnum þeir Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson. Þorsteinn leikur með Fulham í Englandi en Guðmundur leikur með Pepsi-Max deildar liði ÍA.

Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram á Svangaskarði í Tóftum. Leikirnir eru fyrstu leikir U19 liðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.

Fyrri greinGul viðvörun: Suðaustan hvassviðri
Næsta greinKótelettunni frestað um mánuð