Þrír Íslandsmeistarar í víðavangshlaupum

Systkinin frá Ráðagerði í Ásahreppi unnu öll til verðlauna. Ljósmynd/HSK

Víðavangshlaup Íslands eða Íslandsmeistaramótið í víðavangshlaupum fór fram í Laugardal í Reykjavík þann 20. október síðastliðinn. Fjórir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og unnu öll til verðlauna.

Kristinn Þór Kristinsson Umf. Selfoss varð Íslandsmeistari í karlaflokki og þá unnu þrjú systkin frá Garpi til verðlauna. Sveinn Skúli Jónsson var meistari í flokki 13 – 14 ára stráka, Svanborg Jónsdóttir vann í flokki stúlkna 12 ára og yngri og Sæmundur Ingi Jónsson varð annar í flokki stráka 12 ára og yngri.

Ræst var á tjaldstæðinu og hlaupið eftir göngustígum og grasi um tjaldstæðið og þvottalaugarnar í Laugardalnum.

Fyrri greinÚrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald
Næsta greinÞór missti af lestinni í fyrri hálfleik