Þrír framtíðarleikmenn skrifa undir

Þorsteinn Aron, Anton Breki og Sigurður Óli við undirskriftina ásamt Dean Martin, þjálfara meistaraflokks karla. Ljósmynd/UMFS

Þrír ungir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss á dögunum.

Þetta eru þeir Þorsteinn Aron Antonsson, Anton Breki Viktorsson og Sigurður Óli Guðjónsson.

Leikmennirnir þrír, ásamt félögum sínum í meistaraflokki karla, undirbúa sig þessa dagana á fullu fyrir sumarið. Í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni segir að undirskriftin sé  fagnaðarefni fyrir knattspyrnuna á Selfossi og verður gaman að sjá þá vaxa og dafna í vínrauðu treyjunni.

Fyrri grein„Óþægilegt að vita af veirunni svona nálægt“
Næsta greinStjórnvöld hvött til að framkvæma á landsbyggðinni