Þrír bikarmeistaratitlar á Selfoss

Daníel Jens Pétursson og Björn Jóel Björgvinsson voru sáttir í mótslok. Ljósmynd/Aðsend

Keppendur taekwondodeildar Umf. Selfoss komu heim hlaðnir verðlaunum af Bikarmóti 2 sem haldið var í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ um helgina.

Selfoss sendi átta keppendur til leiks og uppskar deildin þrjá bikarmeistaratitla auk þrennra silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna.

Björn Jóel Björgvinsson kom, sá og sigraði í -80 kg flokk karla og hann var einnig valin keppandi mótssins í bardaga. Daníel Jens Pétursson mætti aftur út á keppnisgólfið eftir fimm ára hlé og varð bikarmeistari í senior +80 kg flokki karla og Þórunn Sturludóttir Schacht vann til gullverðlauna í junior +63 kg flokki kvenna. Þar varð Katla Mist Ólafsdóttir í 2. sæti.

Julia Sakowicz vann til silfurverðlauna í cadet +59 kg flokki kvenna og Arnar Breki Jónsson vann til silfurverðlauna í cadet -53 kg flokki karla.

Þá vann Þorsteinn Ragnar Guðnason bronsverðlaun í senior -80 kg flokki karla og Úlfur Darri Sigurðsson vann til bronsverðlauna í cadet flokki karla í bæði bardaga og formum.

Katla Mist og Þórunn eigast við. Ljósmynd/Sveinn Speight
Julia Sakowicz vann til silfurverðlauna í cadet +59 kg flokki kvenna. Ljósmynd/Sveinn Speight
Úlfur Darri vann brons í bæði bardaga og formum. Ljósmynd/Aðsend
Björn Jóel var valinn keppandi mótssins í bardaga. Ljósmynd/Sveinn Speight
Fyrri greinJón Ingi opnar sýningu í dag
Næsta greinGull, silfur og brons á Íslandsmóti í loftskammbyssu