Þriðja tap Hamars í röð

Everage Richardson skoraði 33 stig í leiknum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftir góða byrjun í 1. deild karla í körfubolta tapaði Hamar þriðja leiknum í röð í kvöld, þegar Fjölnir kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan var 58-61 í leikhléi. Varnirnar bötnuðu í seinni hálfleik en leikurinn var áfram jafn. Fjölnir var skrefinu á undan og í upphafi fjórða leikhluta var munurinn tíu stig, 80-90. Hamar elti Fjölni allan 4. leikhlutann en tókst ekki að brúa bilið og lokatölur urðu 102-113.

Hamar er nú í 4. sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir er í 2. sæti með 10 stig.

Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 33/5 fráköst/5 stoðsendingar, Florijan Jovanov 16/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 11, Marko Milekic 11/6 fráköst/3 varin skot, Oddur Ólafsson 9, Gabríel Sindri Möller 9, Dovydas Strasunskas 5/4 fráköst, Örn Sigurðarson 5, Arnór Sveinsson 3.

Fyrri grein„Ég er Selfyssingur í húð og hár“
Næsta grein„Ákefð og áræðni er það sem við þurfum“