Þrettán mörk frá Ísaki dugðu ekki til

Ísak Gústafsson var markahæstur Selfyssinga með 13 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss mætti ÍR í hörkuleik í Grill66 deild karla í handbolta á útivelli í kvöld.

ÍR-ingar eru toppbaráttu deildarinnar en ungu mennirnir frá Selfossi voru ekkert feimnir við þá. Síst Ísak Gústafsson sem skoraði 13 mörk í 32-29 tapi.

ÍR hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins en Selfyssingar voru aldrei langt undan. Þeir vínrauðu eru nú í 5. sæti deildarinar með 8 stig en ÍR er í 2. sætinu með 10 stig.

Sem fyrr segir skoraði Ísak Gústafsson 13 mörk, Haukur Páll Hallgrímsson skoraði 5, Gunnar Flosi Grétarsson og Sæþór Atlason 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 2 og þeir Elvar Elí Hallgrímsson, Sölvi Svavarsson og Hans Jörgen Ólafsson skoruðu allir 1 mark.

Fyrri greinKennsla hafin í Stekkjaskóla við Heiðarstekk
Næsta greinBjarki Norðurlandameistari annað árið í röð