Þrenna Adeyemo sökkti Kormáki/Hvöt

Jordan Adeyemo skoraði þrennu í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn unnu sinn fyrsta sigur í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar Kormákur/Hvöt kom í heimsókn í Þorlákshöfn í dag.

Jordan Adeyemo fór mikinn í liði Ægis og á 26. mínútu var hann búinn að skora tvívegis. Kormákur/Hvöt minnkaði muninn á 35. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Ægir hafði ágæt tök á leiknum í seinni hálfleik og Adeyemo kórónaði þrennuna á 61. mínútu. Þar við sat og Ægir vann góðan 3-1 sigur.

Ægismenn sitja í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Kormákur/Hvöt er í 8. sæti með 3 stig.

Fyrri grein„Öll tilbúin að negla þetta“
Næsta greinAllt í skrúfuna í uppbótartímanum