Þorsteinn Daníel aftur í Árborg

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson. Ljósmynd/Árborg

Varnarmaðurinn knái, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, hefur samið við Knattspyrnufélag Árborgar og mun leika með liði félagsins í 4. deildinni á næstu leiktíð, í það minnsta.

Þorsteinn Daníel, sem er 28 ára gamall, er fyrrum fyrirliði og lykilmaður í liði Selfoss.

„Eins og allir muna lék Þorsteinn Daníel sína fyrstu meistaraflokksleiki með Árborg í 2. deildinni árið 2011, þá 17 ára gamall. Síðan þá hefur hann spilað 225 leiki fyrir Selfoss og það er mjög dýrmætt fyrir okkur að fá þennan reynslumikla leiðtoga, með Árborgarhjartað, aftur til liðs við okkur,“ segir Árni Páll Hafþórsson, forseti Árborgar, í tilkynningu frá félaginu.

Fyrri greinSyrti í álinn í seinni hálfleik
Næsta greinAllt að 100 flóttamenn til Árborgar á næsta ári