Þorsteinn Aron snýr aftur

Þorsteinn Aron Antonsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss hefur fengið miðvörðinn Þorstein Aron Antonsson á láni frá enska félaginu Fulham út júnímánuð.

Það þarf ekki að kynna Þorstein fyrir Selfyssingum en hann á að baki 30 meistaraflokksleiki fyrir félagið og lék hann síðast með liðinu síðasta sumar. Þorsteinn lék einnig stóran þátt í liði Selfoss sem komst upp úr 2. deild sumarið 2020.

Þorsteinn er kominn með leikheimild og verður því væntanlega í hópnum þegar Selfoss mætir Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins á föstudagskvöld klukkan 19:15 á JÁVERK-vellinum.

Fyrri greinMoskvít gefur ekkert eftir á Sviðinu
Næsta greinEina fullkomnasta verksmiðja Evrópu reist í Þorlákshöfn