Þórsarar völtuðu yfir Hauka

Nikolas Tomsick skoraði 39 stig fyrir Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann mikilvægan útisigur á Haukum í kvöld, 73-106, og jafnaði þar með Hafnarfjarðarliðið að stigum.

Sóknarleikur Þórs var frábær í 1. leikhluta og Haukarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Staðan var 23-37 eftir tíu mínútnar leik og Þór jók enn við forskotið í 2. leikhluta, 39-59 í hálfleik.

Þriðji leikhlutinn var jafn en í þeim fjórða settu Þórsarar aftur í gírinn og juku forskotið til mikilla muna.

Þórsarar fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum. Nikolas Tomsick var sínu öflugastur í sókninni með 21 stig og 15 stoðsendingar og Kinu Rochford, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson áttu allir frábæran leik.

Þór hefur nú 8 stig í 7. sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Haukar sem sitja tveimur sætum neðar. ÍR og Grindavík eru einnig með sama stigafjölda.

Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 25/4 fráköst, Nikolas Tomsick 21/15 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/6 fráköst, Kinu Rochford 12/17 fráköst, Ragnar Örn Bragason 11/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5.

Fyrri greinGarðar heiðraður á jólasýningunni
Næsta greinÖflugur útisigur Selfyssinga – Hamar tapaði naumlega