Þórsarar úr leik í bikarnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn er úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta eftir naumt tap gegn Stjörnunni á útivelli í dag, 92-84.

Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik þó að Þórsarar væru aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 52-43.

Í upphafi seinni hálfleiks náði Stjarnan 15 stiga forskoti, 60-45, en Þórsarar svöruðu með frábærum kafla og komust yfir, 72-73, í upphafi 4. leikhluta. Lokakaflinn var æsispennandi en þar fóru Stjörnumenn betur með boltann og skoruðu síðustu sex stig leiksins.

Fotios Lampropoulos var stigahæstur Þórsara með 20 stig, Darwin Davis skoraði 18, Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 og tók 8 fráköst, Nigel Pruitt skoraði 11 og Jordan Semple skoraði 10 stig og tók 8 fráköst.

Fyrri greinAtlantsolía sprengir upp eldsneytisverðið á Suðurlandi
Næsta greinDímon stendur vel að vígi