Þórsarar töpuðu síðdegisleiknum

Lazar Lugic. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tók á móti Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta klukkan 17 í dag í Þorlákshöfn. Lokatölur í Höfninni urðu 78-98

Þórsarar voru í góðum gír í fyrri hálfleik og leiddu 51-42 í leikhléi. Byrjunin í seinni hálfleik var hins vegar afleit hjá heimamönnum, Keflavík skoraði fljótlega tólf stig í röð og jafnaði 54-54. Keflavík var skrefinu á undan eftir þetta og staðan var 63-65 þegar fjórði leikhluti hófst.

Síðasti leikhlutinn reyndist Þórsurum erfiður, Keflavík byrjaði á 15-4 áhlaupi og þegar fjórar mínútur voru eftir voru gestirnir komnir með nokkuð þægilegt forskot.

Jacoby Ross var stigahæstur Þórsara með 22 stig og Lazar Lugic skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.

Þór er í 11. sæti deildarinnar með 8 stig en Keflavík er í 5. sæti með 20 stig.

Þór Þ.-Keflavík 78-98 (29-24, 22-18, 12-23, 15-33)
Tölfræði Þórs: Jacoby Ross 22, Djordje Dzeletovic 21/5 fráköst, Lazar Lugic 15/11 fráköst, Rafail Lanaras 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Ísak Júlíus Perdue 4 fráköst.

Fyrri greinHr. Eydís heiðrar Phil Collins á 75 ára afmælinu
Næsta greinHöttur í toppmálum á Selfossi