Þórsarar töpuðu nágrannaslagnum

Daniel Mortensen skoraði 32 stig fyrir Þór í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar töpuðu baráttunni um Suðurstrandarveginn þegar nágrannar þeirra úr Grindavík komu í heimsókn í Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.

Það var enginn skjálfti í Grindvíkingum í upphafi leiks, þeir náðu fljótlega frumkvæðinu en munurinn varð aldrei mikill og að loknum 1. leikhluta var staðan 17-23. Liðin skiptust á um að hafa forystuna í 2. leikhluta en undir lok hans skoruðu Þórsarar fimm stig í röð og staðan var 45-39 í hálfleik.

Þórsarar voru sterkari í 3. leikhluta, þar sem þeir juku forskotið jafnt og þétt og þegar 4. leikhluti hófst var munurinn orðinn tíu stig, 75-65. Grindvíkingar voru alls ekki hættir því þeir jöfnuðu 81-81 um miðjan leikhlutann og þegar tvær mínútur voru eftir var staðan jöfn, 88-88. Þá hættu Þórsarar að hitta í körfuna og Grindavík skoraði fimm stig í röð og tryggði sér 91-93 sigur.

Daniel Mortensen fór mikinn í liði Þórs, skoraði 32 stig og tók 9 fráköst og Glynn Watson skilaði góðum tölum með 19 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Þrátt fyrir tapið eru Þórsarar áfram í 2. sæti deildarinnar með 16 stig en Grindavík fór upp í 3. sætið með 14 stig.

Tölfræði Þórs: Daniel Mortensen 32/9 fráköst, Glynn Watson 19/8 fráköst/8 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 18, Luciano Nicolas Massarelli 9/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ronaldas Rutkauskas 6/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4, Emil Karel Einarsson 3.

Fyrri greinVirkjuðu SMS-girðingu umhverfis Heklu
Næsta greinStyrktu björgunarsveitirnar um samtals eina milljón króna