Þórsarar töpuðu á Akureyri

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og sendi 9 stoðsendingar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði á útivelli í kvöld gegn nöfnum sínum frá Akureyri, 83-76.

Þorlákshafnar-Þórsarar leiddu eftir 1. leikhluta en í 2. leikhluta komust heimamenn yfir og staðan var 49-40 í leikhléi. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en í þeim fjórða reyndi Þór Þorlákshöfn endurkomu.

Munurinn varð minnstur þrjú stig, 77-74, þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Akureyringarnir reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og sigruðu með sjö stiga mun.

Þór Þorlákshöfn er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig en Þór Akureyri er í 10. sæti með 8 stig.

Tölfræði Þórs Þ: Halldór Hermannsson 18/7 stoðsendingar, Jerome Frink 16/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14, Marko Bakovic 10/15 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Dino Butorac 5, Sebastian Eneo Mignani 4, Styrmir Snær Þrastarson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.

Fyrri greinFjórir alvarlega slasaðir eftir árekstur á Skeiðarársandi
Næsta greinMisjöfn uppskera sunnlensku liðanna