Þórsarar svöruðu fyrir sig

Styrmir Snær Þrastarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi sigur á Haukum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í Þorlákshöfn í dag.

Eftir tap í fyrsta leiknum í Hafnarfirði mættu Þórsarar tvíefldir til leiks, byrjuðu af krafti og leiddu í leikhléi 44-30. Leikurinn var í járnum í 3. leikhluta en í þeim fjórða stungu Þórsarar af og sigruðu 96-75.

Jordan Semple var bestur í liði Þórs í dag með 20 stig og 9 fráköst en Þórsarar fengu gott framlag úr öllum áttum í dag.

Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin mætast næst á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudaginn.

Þór Þ.-Haukar 96-75 (28-16, 16-14, 25-25, 27-20)
Tölfræði Þórs: Jordan Semple 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Vincent Shahid 14/8 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pablo Hernandez 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Valur Þrastarson 12, Davíð Arnar Ágústsson 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 6, Fotios Lampropoulos 5/7 fráköst, Tristan Rafn Ottósson 2.

Fyrri greinValgerður tryggði Íslandi sæti á Evrópuleikunum í sumar
Næsta greinÞrjú sunnlensk lið í 32-liða úrslitin