Þórsarar styrkja stöðu sína

Styrmir Snær Þrastarson og félagar ferðast til Keflavíkur í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfubolta á heimavelli í kvöld, 91-89.

Leikurinn var jafn mest allan tímann, Þórsarar náðu mest sextán stiga forskoti en leiddu í hálfleik, 44-37. Þeir náðu að verja forskot sitt í seinni hálfleik þó Njarðvíkingar hafi aldrei verið langt undan og munurinn var kominn niður í tvö stig þegar hálf mínúta var eftir. 

Þrátt fyrir að hafa gengið illa á vítalínunni á lokasekúndunum lönduðu Þórsarar sigri og jöfnuðu þar með Keflavík að stigum í toppsætil deildarinnar. Bæði lið eru með 16 stig en Keflvíkingar eiga leik til góða gegn Hetti í kvöld.

Larry Thomas var stigahæstur Þórsara með 20 stig, Styrmir Snær Þrastarson skoraði 19 og tók 11 fráköst, Adomas Drungalis skoraði 14 og tók 11 fráköst, Callum Lawson skoraði 12 og Davíð Arnar Ágústsson 11.

Fyrri greinHandtekinn eftir húsbrot á Selfossi
Næsta greinEllefu Íslandsmeistaratitlar til HSK/Selfoss – Eva María setti mótsmet