Þórsarar stigu á gjöfina í lokin

Callum Lawson sendir boltann á Larry Thomas. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann baráttusigur á Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 85-100.

Leikurinn fór rólega af stað en Þórsarar rifu sig í gang í 2. leikhluta og náðu góðu forskoti, 32-51 í hálfleik. Hattarmenn voru þó alls ekki hættir og þeir náðu að minnka muninn í fjögur stig í 3. leikhluta, 61-65. Staðan var 64-70 þegar síðasti fjórðungurinn hófst og þar tóku Þórsarar aftur öll völd og sigruðu að lokum með fimmtán stiga mun.

Callum Lawson var stigahæstur Þórsara í kvöld með 20 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 16 og Larry Thomas átti sömuleiðis mjög góðan leik með 16 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar.

Þór er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Höttur er í 11. sæti með 12 stig.

Tölfræði Þórs: Callum Lawson 20/8 fráköst, Larry Thomas 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 16, Ragnar Örn Bragason 14/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 10/10 fráköst, Adomas Drungilas 7/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5/5 fráköst, Ingimundur Orri Jóhannsson 3, Benedikt Hjarðar 2.

Fyrri greinÓk á rafmagnskassa og lét sig hverfa
Næsta greinSpenna í Suðurlandsslagnum