Þórsarar sterkir í seinni hálfleik

Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn lyfti sér upp í 7. sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld með góðum heimasigri gegn Skallagrími, 87-74.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, reyndar svo jafn að staðan var 45-45 í leikhléi. Þórsarar voru hins vegar frábærir í 3. leikhluta, skoruðu 27 stig gegn 13 og lögðu þar grunninn að sigrinum. Gestunum tókst ekki að koma til baka eftir þetta og heimamenn fögnuðu sætum sigri.

Halldór Garðar Hermannsson var mjög öflugur í liði Þórs í kvöld, en hann var stigahæstur með 27 stig.

Tölfræði Þórs: Halldór Garðar Hermannsson 27/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jaka Brodnik 19/5 fráköst, Nikolas Tomsick 19/11 stoðsendingar, Kinu Rochford 13/5 fráköst/4 varin skot, Ragnar Örn Bragason 6/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2/8 fráköst, Magnús Breki Þórðason 1.

Fyrri greinJovanov stigahæstur í bikarsigri
Næsta greinFimm ættliðir í beinan kvenlegg