Þórsarar sterkir í lokin

Ragnar Örn Bragason var öflugur í kvöld með 20 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar unnu góðan sigur á Skallagrími í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á útivelli í Borgarnesi í kvöld, 74-89.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 43-40. Þórsarar voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik, þeir byggðu jafnt og þétt upp gott forskot og lokuðu leiknum með góðri vörn í 4. leikhluta.

Kinu Rochford var bestur í liði Þórs í kvöld með 23 stig og 12 fráköst og Nikolas Tomsick var sömuleiðis öflugur með 20 stig og 12 stoðsendingar.

Þórsarar eru áfram í 6. sæti deildarinnar, nú með 22 stig en Skallagrímur er í 11. sæti með 8 stig.

Tölfræði Þórs: Kinu Rochford 23/12 fráköst, Nikolas Tomsick 20/12 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 16/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 7, Emil Karel Einarsson 2/4 fráköst.

Fyrri greinÁrangurslaus leit í dag
Næsta greinSebastian með mótsmet og Dýrleif Nanna héraðsmet