Þórsarar sterkir í lokin

Emil Karel Einarsson skoraði 17 stig og tók 4 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Val í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld, 87-70.

Þór hafði frumkvæðið í 1. leikhluta en Valur svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 38-37 í leikhléi.

Valsmenn mættu sprækir inn í seinni hálfleikinn og náðu mest átta stiga forskoti í 3. leikhluta, 47-55. Þá komu Þórsarar til baka og þeir eignuðu sér fjórða leikhlutann algjörlega, þar sem þeir skoruðu 36 stig gegn 13.

Þór er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig en Valur er í 10. sæti með 8 stig.

Tölfræði Þórs: Jerome Frink 26/6 fráköst, Marko Bakovic 20/11 fráköst, Halldór Hermannsson 11/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/4 fráköst, Sebastian Mignani 10/5 stoðsendingar, Dino Butorac 8/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 2, Davíð Arnar Ágústsson 0.

Fyrri greinAppelsínugul viðvörun: Ekkert ferðaveður eftir hádegi
Næsta greinSelfoss vann fyrsta leik ársins