Þórsarar sterkir á lokakaflanum

Halldór Garðar og Ragnar Örn skoruðu samtals 17 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann nokkuð öruggan sigur á botnliði Fjölnis í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 90-82 í Þorlákshöfn.

Þórsarar voru yfir megnið af 1. leikhluta en staðan var 27-20 að honum loknum. Þór jók forskotið í fjórtán stig í upphafi 2. leikhluta en Fjölnismenn náðu að minna muninn og staðan var 48-39 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var kaflaskiptur, Fjölnir náði að jafna 57-57 í 3. leikhluta og komast yfir í kjölfarið, 63-64. Þórsarar tóku hins vegar frumkvæðið aftur í 4. leikhluta og hleyptu Fjölni ekki aftur framúr.

Marko Bakovic var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 8 fráköst. Jerome Frink skoraði 21 stig og tók 9 fráköst, Sebastian Mignani skoraði 18 stig og þeir Halldór Garðar Hermannsson og Ragnar Örn Bragason skoruðu báðir 10 stig.

Þór er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig en Fjölnir áfram á botninum með 2 stig.

Fyrri greinGóður sigur Selfyssinga
Næsta greinLífsverk Ámunda Jónssonar snikkara