Þórsarar sigruðu á heimavelli

Þórsarar mæta Haukum á útivelli. Ljósmynd/Þór Þ.

Það styttist í að körfuknattleiksvertíðin hefjist en um helgina lauk hinu árlega æfingamóti, Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn.

Það voru heimamenn í Þór sem unnu mótið að þessu sinni en auk þeirra tóku þátt Fjölnir, Grindavík og Njarðvík.

Þór og Njarðvík unnu tvo sigra áður en kom að einvígi þeirra í lokaleik mótsins og þar stóðu Þórsarar uppi sem sigurvegarar.

Keppni í úrvalsdeildinni hefst þann 3. október en daginn eftir taka Þórsarar á móti Stjörnunni í 1. umferð deildarinnar.

Fyrri greinSektaður fyrir ónæði af reykspóli
Næsta greinSamið um umhverfisvottun miðbæjarkjarnans á Selfossi