Þórsarar öflugir í opnunarleiknum

Ragnar Örn Bragason var öflugur í kvöld með 20 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann magnaðan sigur á Haukum í 1. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 105-97.

Þórsarar mættu öflugir til leiks og leiddu 28-19 eftir fyrsta leikhluta. Haukar minnkuðu muninn í 2. leikhluta en staðan í leikhléi var 53-52.

Seinni hálfleikurinn var í járnum en Þórsarar höfðu frumkvæðið og lönduðu að lokum sætum sigri.

Larry Thomas var frábær í liði Þórs í kvöld en hann skoraði 30 stig, sendi 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Adomas Drungilas var sömuleiðis öflugur með 13 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar.

Tölfræði Þórs: Larry Thomas 30/10 fráköst/8 stoðsendingar, Callum Lawson 15/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 13/4 fráköst, Adomas Drungilas 13/9 fráköst/9 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 10, Davíð Arnar Ágústsson 9.