Þórsarar náðu sér ekki á strik eftir hlé

Emil Karel Einarsson skoraði 16 stig og tók 6 fráköst í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði 101-77 á útivelli gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var jafn framan af en Njarðvíkingar luku seinni hálfleik á 10-3 kafla og leiddu 51-43 í leikhléi.

Njarðvík kláraði svo leikinn nánast með svakalegu áhlaupi á upphafsmínútum seinni hálfleiks en eftir fjórar og hálfa mínútu var staðan orðin 67-45. Þórsarar áttu ekki afturkvæmt eftir þetta og töpuðu að lokum með 24 stiga mun.

Þór er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig en Njarðvík í 4. sæti með 14 stig.

Tölfræði Þórs: Vincent Bailey 27/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 16/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Davíð Arnar Ágústsson 8, Marko Bakovic 7/6 fráköst, Dino Butorac 6, Tristan Rafn Ottósson 2, Styrmir Snær Þrastarson 1, Ísak Júlíus Perdue 0, Ragnar Örn Bragason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.

Fyrri greinFyrsta skóflustungan að nýjum sex deilda leikskóla á Selfossi
Næsta greinAðalvinningurinn á miða númer 619