Þórsarar í bílstjórasætinu

Jordan Semple skilaði sínu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn sigraði Val 92-83 í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.

Staðan í einvíginu er því 2-0 en liðið sem vinnur þrjá leiki mun mæta Njarðvík eða Tindastól í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Þórsarar voru flottir í kvöld og höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 56-51 og í seinni hálfleiknum voru Þórsarar sterkari. Þeir leiddu allan tímann og náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Valsara með góðum varnarleik.

Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur Þórsara í kvöld með 23 stig og 7 stoðsendingar en Jordan Semple var lang framlagshæstur með 18 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.

Liðin mætast næst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og með sigri þar ná Þórsarar að sópa Íslandsmeisturunum í sumarfrí.

Þór Þ.-Valur 92-83 (28-28, 28-23, 18-13, 18-19)
Tölfræði Þórs: Styrmir Snær Þrastarson 23/4 fráköst/7 stoðsendingar, Vincent Shahid 19/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Semple 18/10 fráköst/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11, Fotios Lampropoulos 9/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 6, Tómas Valur Þrastarson 5, Magnús Breki Þórðason 1.

Fyrri greinHamar í úrvalsdeildina
Næsta grein„Ég er fáránlega stoltur“