Þór Þorlákshöfn heimsótti Keflavík í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik hafði Keflavík sigur, 86-82.
Þórsarar byrjuðu mun betur og héldu forystunni lengst af fyrri hálfleik. Keflvíkingar kláruðu 2. leikhlutann betur og höfðu forystuna í hálfleik, 46-43.
Í 3. leikhluta spiluðu Þórsarar fína vörn og náðu sjö stiga forystu, 57-64, en Keflavík skoraði fyrstu sex stigin í 4. leikhluta og komst yfir, 65-64. Fjórði leikhluti var æsispennandi en Keflvíkingar kláruðu leikinn á vítalínunni í lokin og sigruðu með fjögurra stiga mun.
Rafail Lanaras var stigahæstur Þórsara með 19 stig og 10 fráköst.
Þórsarar eru í 11. sæti deildarinnar, án stiga eftir fimm umferðir en Keflavík er í 3. sæti með 8 stig.
Keflavík-Þór Þ. 86-82 (18-26, 28-17, 13-21, 27-18)
Tölfræði Þórs: Rafail Lanaras 19/10 fráköst, Jacoby Ross 16/5 fráköst, Konstantinos Gontikas 15, Lazar Lugic 12/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 8/7 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 8, Davíð Arnar Ágústsson 3/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 1.

