Þórsarar fengu skell í Keflavík

Ljósmynd/Þór Þorlákshöfn

Þorlákshafnar-Þórsarar steinlágu þegar þeir mættu Keflavík á útivelli í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld, 115-87.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en staðan í leikhléi var 50-45, Keflavík í vil. Keflvíkingar voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleik og varnarleikur Þórsara var ekki til sóma. Keflavík jók forskotið jafnt og þétt án þess að Þórsarar næðu áhlaupi og að lokum skildu 28 stig liðin að.

Larry Thomas var öflugastur Þórsara, skoraði 21 stig og Adomas Drungialas lét sömuleiðis til sín taka með 17 stig og 9 fráköst.

Þórsarar eru nú í 5. sæti deildarinnar með tvö stig, en aðeins tveimur umferðum er lokið.

Tölfræði Þórs: Larry Thomas 22/4 fráköst, Adomas Drungilas 17/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 11/8 fráköst, Callum Lawson 7, Styrmir Snær Þrastarson 7, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ragnar Örn Bragason 4, Benedikt Hjarðar 2, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Ísak Júlíus Perdue 0, Tómas Valur Þrastarson 0.

Fyrri greinNýung á heimsvísu prófuð í Hveragerði
Næsta greinVíkingarnir of stór biti