Þórsarar fengu efsta mann á óskalistanum

Mynd/Þór Þorlákshöfn

Þór Þorlákshöfn hefur fengið til liðs við sig leikstjórnandann Darwin Davis, sem kemur til liðsins frá Haukum í Hafnarfirði.

Davis átti frábært tímabil með Haukum þar sem hann skoraði 18 stig og var með 5 stoðsendingar í leik ásamt því að stela tveimur boltum.

„Dee var efsti maður á lista hjá okkur eftir síðasta tímabil“, segir Lárus Jónsson, þjálfari. „Hann er mjög góður leikstjórnandi sem getur tekið yfir leiki og unnið þá á báðum endum vallarins.“

Fyrri greinÚtlitið svart hjá Uppsveitum – Árborg með sterkt stig
Næsta greinÞriðji sigur Selfoss í röð setur Ægi í slæma stöðu