Þórsarar fá sterkan framherja

Alonzo Walker. Ljósmynd/Þór Þ

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur samið við kanadíska framherjann Alonzo Walker um að spila með meistaraflokki félagsins á næstu leiktíð.

Alonzo kemur úr Portland St. háskólanum og hefur spilað sem atvinnumaður í Georgíu og Slóvakíu.

Í tilkynningu frá Þórsurum segir að hann sé fjölhæfur leikmaður sem getur dekkað allar stöður á vellinum ásamt því að vera mjög góður frákastari.

Fyrri greinValgeir 7-tugur: Hátíðartónleikar í Skálholti
Næsta greinÞeim fjölgar sem nota aldrei strætó