Þórsarar fá góðan liðsauka

Fotios Lampropoulos í leik með Njarðvík í vetur. Ljósmynd: UMFN.is/Jón Björn

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur samið við Grikkjann Fotios Lampropolus til tveggja ára.

Lampropolus varð deildarmeistari með Njarðvík á nýliðnu keppnistímabili með 16 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik.

Hann hefur spilað víða á ferlinum, meðal annars nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Lampropolus mun flytja með fjölskylduna til Þorlákshafnar í haust og á Facebooksíðu Þórs er hann boðinn hjartanlega velkomin í hamingjuna.

Fyrri greinBláskógaskokkið 50 ára – afmælishlaup 12. júní
Næsta grein„Mikilvægt að efla barnamenningu á Suðurlandi“