Þórsarar eltu eins og skugginn

Nikolas Tomsick skoraði 22 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði 98-89 í þriðja leiknum gegn KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik á útivelli í kvöld. KR leiðir 2-1 í einvíginu.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en þegar líða fór að hálfleik tóku KR-ingar frumkvæðið og staðan í leikhléi var 55-46.

Munurinn hélst svipaður í síðari hálfleik, KR var skrefinu á undan en Þórsarar eltu eins og skugginn en tókst ekki að minnka muninn.

Fjórði leikur liðanna verður í Þorlákshöfn á mánudagskvöld og þar þurfa Þórsarar sigur til þess að tryggja sér oddaleik í vesturbænum.

Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18/4 fráköst, Kinu Rochford 14/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Davíð Arnar Ágústsson 4.

Fyrri greinMismunandi endurómun í listasafninu
Næsta greinFrábær sigur KFR – Árborgarar rassskelltir