Þórsarar ekki í úrslitakeppnina

Halldór Garðar og Ragnar Örn skoruðu samtals 17 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn er ekki á leið í úrslitakeppni Domino’s deildarinnar í körfubolta, fari hún á annað borð fram, en Þórsarar töpuðu fyrir Keflavík á útivelli í kvöld, 78-63.

Keflvíkingar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en staðan í hálfleik var 41-33. Keflavík jók forskotið enn frekar í upphafi seinni hálfleiks og Þórsarar náðu aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn.

Þór Þ er í 9. sæti deildarinnar með 14 stig og Keflavík er í 2. sæti með 32 stig.

Tölfræði Þórs: Jerome Frink 22/13 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 9/4 fráköst/3 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 8/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sebastian Eneo Mignani 7, Marko Bakovic 5, Styrmir Snær Þrastarson 4, Emil Karel Einarsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 3/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 2.

Fyrri greinGunnar ráðinn prestur á Selfossi
Næsta greinNíutíu nemendur og sex starfsmenn FSu í sóttkví