Þórsarar einu fulltrúar Suðurlands í 32-liða úrslitum

Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dregið var í 32-liða úrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í dag. Þór Þorlákshöfn er eina sunnlenska liðið sem leikur í 32-liða úrslitunum en hin liðin sitja hjá.

Þór heimsækir Stjörnuna í 32-liða úrslitum en leikið verður 22. eða 23. október. Hamar og Selfoss sitja hjá og eru komin áfram í 16-liða úrslit.

Í bikarkeppni kvenna eru 17 lið skráð til leiks og því er aðeins ein viðureign í 1. umferðinni, KR-Njarðvík. Lið Hamars/Þórs er eitt fimmtán liða sem situr hjá og er komið áfram í 16-liða úrslit.

Fyrri greinKjörstaður í Vík fyrir pólsku þingkosningarnar
Næsta greinEggert Valur nýr formaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi