Brekkan hjá Þór Þorlákshöfn virðist ætla að verða ansi brött í upphafi úrvalsdeildar karla í körfubolta. Þórsarar heimsóttu funheita KR-inga í Frostaskjólið í kvöld.
Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og um miðjan 2. leikhluta leiddu Þórsarar 27-34. Þá kom 14-0 áhlaup frá KR-ingum og staðan var 44-39 í hálfleik.
Byrjunin í seinni hálfleik var Þórsurum erfið og KR jók muninn í fimmtán stig. Eftir það var leikurinn í eigu heimamanna sem juku forskotið smátt og smátt og sigruðu að lokum með tuttugu stiga mun, 95-75.
Eftir þrjár umferðir eru Þórsarar í 11. sæti án stiga en KR-ingar eru á toppnum með fullt hús stiga.
KR-Þór Þ. 95-75 (19-19, 25-20, 27-17, 24-19)
Tölfræði Þórs: Rafail Lanaras 16/10 fráköst, Lazar Lugic 14/9 fráköst, Jacoby Ross 13/7 fráköst, Konstantinos Gontikas 11/5 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 11/4 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 6, Emil Karel Einarsson 2, Baldur Böðvar Torfason 2.

