Þórsarar aftur í 2. sætið

Adomas Drungilas var magnaður í kvöld og tók 24 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar lyftu sér aftur upp í 2. sætið í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld með góðum sigri á Stjörnunni á heimavelli, 92-83.

Liðin höfðu þar með sætaskipti á töflunni en leikurinn var ansi kaflaskiptur hjá Þórsurum. Stjarnan var sterkari í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléi, 33-46. Þórsarar voru hins vegar frábærir í seinni hálfleik. Þeir gerðu 18-3 áhlaup snemma í 3. leikhluta og komust svo yfir, 56-55, þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður.

Þórsarar héldu forystunni svo allan 4. leikhluta þó að Stjarnan hafi náð að minna muninn niður í þrjú stig á tímabili, 79-76. Heimamenn kláruðu hins vegar leikinn af krafti og sigruðu sem fyrr segir 92-83.

Adomas Drungilas sneri aftur í lið Þórs í kvöld eftir leikbann og hann lét vel til sín taka, skoraði 10 stig, tók 10 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Callum Lawson var hins vegar stigahæstur Þórsara í kvöld með 21 stig og 8 fráköst.

Þór er nú í 2. sæti deildarinnar með 20 stig, eins og Stjarnan, en hefur betur í innbyrðis viðureignum.

Fyrri greinMikill áhugi á störfum í Stekkjaskóla
Næsta greinHjólhestaspyrna Magnúsar tryggði sigurinn