Þórsarar á mikilli siglingu

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar frá Þorlákshöfn eru á mikilli siglingu í úrvalsdeild karla í körfubolta þessa dagana en þeir skelltu nágrönnum sínum í Grindavík á útivelli í kvöld, 82-95.

Ef fyrstu tvær mínúturnar eru frátaldar leiddu Þórsarar allan tímann í kvöld. Staðan í leikhléi var 41-48 en Þór náði mest 18 stiga forskoti í upphafi 4. leikhluta 59-77. Grindvíkingar náðu að klóra í bakkann á lokakaflanum en sigur Þórs var aldrei í hættu.

Kinu Rochford átti sannkallaðan stórleik fyrir Þór, skoraði 27 stig og tók 17 fráköst. 

Þórsarar eru í 6. sæti deildarinnar með 16 stig en Grindavík er í 7. sæti með 14 stig.

Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kinu Rochford 27/17 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 15, Emil Karel Einarsson 11/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Jaka Brodnik 4/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5 fráköst.

Fyrri greinBerglind ráðin til LH
Næsta greinSelfyssingar frábærir á lokakaflanum