Þormar til liðs við Árborg

Þormar Elvarsson í leik með Selfyssingum síðasta sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftir fimm ár í vínrauðu treyjunni hefur knattspyrnumaðurinn Þormar Elvarsson sagt skilið við Selfoss og gengið til liðs við Knattspyrnufélag Árborgar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Selfyssingum, þar sem Þormari er þakkað fyrir vel unnin störf.

Það þarf ekki að taka það fram að koma Rangæingsins sterka er hvalreki fyrir Árborg, sem leikur í nýju 4. deildinni í sumar. Þormar er 23 ára bakvörður og hefur leikið 134 meistaraflokksleiki, þar af 43 í næst efstu deild með Selfyssingum. Hann hóf sinn meistaraflokksferil aðeins 15 ára gamall hjá KFR og spilaði 20 leiki fyrir uppeldisfélagið áður en hann hélt á Selfoss.

Fyrri greinKviknaði í hlaupahjóli í hleðslu á Eyrarbakka
Næsta greinÍbúar hvattir til að fara vel með heita vatnið