Þorlákshafnarstrákarnir óhræddir við Kríuna

Ægismenn fagna. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann góðan sigur á Kríu á Seltjarnarnesi í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld, 2-4.

Emanuel Nikpalj kom Ægismönnum yfir á 23. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Sigurður Óli Guðjónsson annað mark Ægis. Kría minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í leikhléi.

Sigurður Óli var aftur á ferðinni á 58. mínútu og kom Ægi þá í 1-3 en heimamenn minnkuðu muninn á 77. mínútu. Goran Potkozarac bætti hins vegar fjórða marki Ægis við, mínútu síðar og Þorlákshafnarliðið fagnaði 2-4 sigri.

Ægir er með 7 stig í 2. sæti D-riðilsins en Kría er í 5. sætinu með 2 stig.

Fyrri greinÓvissustigi vegna Öræfajökuls aflýst
Næsta greinHringbraut sektuð um milljón vegna þáttar um miðbæ Selfoss