Þorkell Ingi ráðinn markmannsþjálfari

Þorkell Ingi Sigurðsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þorkell Ingi Sigurðsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari hjá karlaliði Selfoss í knattspyrnu til næstu þriggja ára.

Þorkell, sem er heimamaður á Selfossi, er með UEFA B gráðu í markmannsþjálfun og hefur séð um markmannsþjálfun yngri flokka Selfoss undanfarið.

Ásamt því hefur hann séð um þjálfun markmanna hjá 15 ára landsliði Íslands. Þá hefur hann verið hluti af markmannsteymi meistaraflokks karla hjá Selfyssingum undanfarin ár.

Fyrri greinHamar lá gegn Grindavík í Smáranum
Næsta greinNenad áfram með Ægi – nýr aðstoðarþjálfari