Þórir styður áfram við bakið á handboltanum

Frá vinstri: Jón Bigir Guðmundsson, Hergeir Grímsson, Örn Þrastarson, Þórir Þórarinsson framkvæmdastjóri Vélaverkstæðis Þóris, Hulda Dís Þrastardóttir, Katla María Magnúsdóttir og Árni Steinn Steinþórsson. Ljósmynd/Umf. Selfoss - ÁÞG

Vélaverkstæði Þóris og handknattleiksdeild Selfoss skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi styrktarsamning en fyrirtækið hefur undanfarin ár verið einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segjast menn þar á bæ vera gríðarlegar ánægðir með að Vélaverkstæði Þóris haldi áfram að vera einn af dyggustu styrktaraðilum deildarinnar og styðji við bakið á áframhaldandi uppbyggingu handboltans á Selfossi.

Fyrri greinAuglýst eftir presti í Þorlákshöfn
Næsta greinTilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu