Vélaverkstæði Þóris og handknattleiksdeild Selfoss skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi styrktarsamning en fyrirtækið hefur undanfarin ár verið einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.
Í tilkynningu frá Selfyssingum segjast menn þar á bæ vera gríðarlegar ánægðir með að Vélaverkstæði Þóris haldi áfram að vera einn af dyggustu styrktaraðilum deildarinnar og styðji við bakið á áframhaldandi uppbyggingu handboltans á Selfossi.