Þórir heimsmeistari í þriðja sinn

Þórir Hergeirsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta til sigurs á heimsmeistaramótinu í dag í þriðja skiptið.

Noregur vann Frakkland örugglega, 29-22 í úrslitaleiknum. Frakkland leiddi 12-16 í hálfleik en þær norsku áttu frábæra endurkomu í seinni hálfleiknum og völtuðu yfir Frakka.

Afrekaskrá Þóris með norska landsliðið heldur því áfram að lengjast en þetta eru áttundu gullverðlaun hans sem aðalþjálfari norska liðsins.

Þórir tók við liðinu í apríl 2009 og síðan þá hefur liðið unnið gullverðlaun á EM 2010, HM 2011, Ólympíuleikunum 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020 og nú HM 2021. Þá á liðið hans Þóris einnig silfurverðlaun frá EM 2012 og HM 2017 og bronsverðlaun frá HM 2009 og Ólympíuleikunum 2016.

Fyrri greinDásamlegur hátíðarostur frá Biobú
Næsta greinSextán mörk frá Tinnu Sigurrós í sigurleik gegn Val U