Þórir hættir sem þjálfari Selfoss

Þórir Ólafsson.

Þórir Ólafsson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá handknattleiksdeild Selfoss. Hann er þó hvergi hættur að koma nálægt starfinu og snýr sér að öðrum störfum innan deildarinnar.

Í tilkynningu frá Selfyssingum er Þóri þakkað fyrir sitt framlag, en hann hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss undanfarin tvö tímabil.

„Ég er mjög þakklátur fyrir tímann sem aðalþjálfari liðsins eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari í nokkur ár. Þessi tvö ár hafa verið mjög skemmtileg og lærdómsrík. Ég óska nýjum þjálfara og liðinu góðs gengis í framtíðinni,“ segir Þórir.

Selfyssingar munu kynna nýjan þjálfara meistaraflokks karla innan tíðar.

Fyrri greinNettó úti í skógi
Næsta greinFimm sækja um embætti skólameistara