Þór varð undir á lokakaflanum

Halldór Garðar skoraði 16 stig fyrir Þórsara. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði 92-86 þegar liðið heimsótti Hauka í Hafnarfirði í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Þórsarar voru skrefinu á undan og leiddu 41-44 í hálfleik. Dæmið snerist við í seinni hálfleik, þar sem Haukar tóku frumkvæðið en munurinn varð aldrei mikill.

Staðan var 67-66 þegar 4. leikhluti hófst, Þórsarar byrjuðu betur og náðu fimm stiga forskoti en þá kom 13-0 kafli hjá Haukunum sem lögðu þar með grunninn að sigrinum og héldu forystunni til loka.

Þór Þorlákshöfn er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig en Haukar eru í 5. sæti með 20 stig.

Tölfræði Þórs: Jerome Frink 26/9 fráköst/4 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 16/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 13, Marko Bakovic 9, Dino Butorac 7/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 7, Sebastian Mignani 5/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3.

Fyrri grein„Gjáin og fossarnir öðlast verðugan sess“
Næsta greinHamar vann toppslaginn á Egilsstöðum