Þór Þorlákshöfn sigraði sveitakeppnina

Sveit Umf. Þórs skipuðu þeir Sverrir Unnarsson, Ingvar Örn Birgisson, Magnús Garðarsson og Erlingur Jensson. Ljósmynd/HSK

Mánudagskvöldið 4. desember síðastliðinn fór fram Héraðsmót HSK í skák í Selinu á Selfossi. Um sveitakeppni er að ræða þar sem liðin eru skipuð fjórum skákmönnum.

Hörð keppni var á þessu stórskemmtilega móti en fimm sveitir mættu til leiks. Þór Þorlákshöfn sigraði með 12½ vinninga, Dímon varð í 2. sæti með 10 vinninga og Selfyssingar í 3. sæti með 8 vinninga.

Sveit Umf. Þórs skipuðu þeir Sverrir Unnarsson, Ingvar Örn Birgisson, Erlingur Jensson og Magnús Garðarsson.

Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Umf Þór – 12 ½ vinningar
2. Íþr.f. Dímon – 10 vinningar
3. Umf Selfoss – 8 vinningar
4. Umf Gnúpverja – 7 vinningar
5. Umf Þjótandi – 2½ vinningar

Sveit Dímonar varð í 2. sæti.
Sveit Selfoss varð í 3. sæti.
Fyrri greinJólasveinagluggarnir í Ölfusi opna á morgun
Næsta greinUngir tónlistarmenn og Jólakötturinn mæta á bókasafnið