Þór tapaði heima gegn Stjörnunni

Emil Karel Einarsson skoraði 10 stig og tók 4 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór tapaði 80-92 þegar Stjarnan kom í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í 1. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn fór fjörlega af stað en Stjarnan náði fljótlega frumkvæðinu og forskot gestanna var orðið ágætt í hálfleik, 36-52. Þórsarar minnkuðu muninn í 3. leikhluta en Stjörnumenn voru sterkari á lokakaflanum og unnu sanngjarnan sigur.

Tölfræði Þórs: Emil Karel Einarsson 19/5 fráköst, Halldór Hermannsson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Vladimir Nemcok 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Vincent Bailey 12/4 fráköst, Marko Bakovic 9/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 9, Styrmir Snær Þrastarson 2.